Þingeyingar hafa ákveðið að sýna mikla samstöðu í uppbyggingu orkufreks iðnaðar og taka þannig við keflinu þar sem Eyfirðingar skildu við það. Við ætlum að fá Reinhard Reynisson, bæjarstjóra á Húsavík, til að greina frá fyrirætlunum Þingeyinga og af hverju þeir sækja stóriðjuáform svona stíft.

Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu og sérfræðingur Viðskiptaþáttarins Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu, setur okkur inn í málið.

Greiningardeild Íslandsbanka spáði því í Morgunkorni sínu að Íslendingar væru að verða önnur tekjuhæsta þjóð heims og Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildarinnar, segir okkur allt um þetta á eftir.