Raforkuvinnsla á Íslandi nam tæplega 12 GWh á seinasta ári og jókst um 20,7% frá fyrra ári.

Mest er aukningin í stórnotkun, sökum stækkunar Norðuráls og tilkomu Fjarðaráls, eða um 29,5% og var rúm 8 GWh, eða um tveir þriðju af heildarnotkun. Almenn notkun jókst um 4,2% og nam rúmlega 3,5 GWh.

Stórnotkunin hefur aukist mikið með aukinni stóriðju seinustu ár, eða um tæplega 5,3 GWh á tímabilinu 1997-2007 og er tæplega 70% af raforkunotkun á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá orkuspárnefnd varð raforkunotkun á íbúa hérlendis sú mesta í heiminum árið 2002, einkum vegna hlutfallslega mikillar notkunar stóriðjufyrirtækja, og hafa Íslendingar haldið því sæti síðan. Fyrirséð er að raforkunotkun fari úr 38,5 MWh á íbúa í um 52 MWh á íbúa þegar Fjarðarál er komið í fullan rekstur síðar á þessu ári.