*

föstudagur, 16. apríl 2021
Innlent 23. nóvember 2013 19:20

Stórveldið ekki lengur krúttlegt

Hugi Halldórsson segir það hafa verið rós í hnappagatið að fá að framleiða Áramótaskaupið.

Trausti Hafliðason
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Mér finnst Áramótaskaupið vera dálítil rós í hnappagatið hjá okkur,“ segir Hugi Halldórsson, stofnandi framleiðslufyrirtækisins Stórveldið. „Að okkur sé treyst fyrir því finnst mér vera viðurkenning á því sem við höfum verið að gera.“

Hugi er í ítarlegu viðtali í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins og ræðir hann þar vítt og breitt um starfsemi Stórveldisins frá fyrstu dögum. Hann lítur bjartsýnum augum til framtíðar.

„Upphaflega var hugmyndin hjá mér að vera með lítið framleiðslufyrirtæki sem tæki svona tvö til fjögur verkefni á ári. Eitthvað sem myndi skila mér nægum tekjum svo ég ætti í það minnsta fyrir salti í grautinn en þetta hefur aðeins undið upp á sig. Í fyrra vorum við með tíu verkefni og í dag erum við komnir með tíu starfsmenn á launaskrá. Ársreikningurinn sýnir að Stórveldið getur varla talist lítið krúttlegt fyrirtæki í dag. Þessi snjóbolti er farinn af stað og er að stækka en alls ekki þannig þetta sé eitthvað að fara úr böndunum.“

Ítarlega er rætt við Huga í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.