Lausnin á íslensku bankakreppunni felst ekki í því að lífeyrissjóðirnir selji erlendar eigur sínar – eignir sem hafa skilað slæmri ávöxtun að undanförnu – og endurfjárfesti hér á landi að mati Sunil Kapadia, sérfræðings hjá UBS. Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir að honum aðstoð frá öðrum norrænum ríkisstjórnum sé fýsilegri lausn þótt að óvíst sé hvort að hún sé möguleg nú um stundir.

Kapadia segir að langtímalausnin hljóti að felast í því að auka greiðslufærni og tryggja gæði eigna.

Einnig verður að ríkistryggja innstæður í bönkunum, lækka stýrivexti og draga úr skuldsetningu í efnahagsreikningum bankanna.

Kapadia segir einsýnt að stærð íslenska bankageirans verði mun minni eftir eitt ár en hún er nú.