*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 2. apríl 2019 12:00

Strætó áfram í verkfalli í dag

Þrátt fyrir að verkföllum Eflingar hafi verið aflýst, tekur það ekki gildi fyrr en á morgun, og falla ferðir niður milli 4 og 6.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verkföllum hjá bifreiðarstjórum Almenningsvagna Kynnisferða hefur verið aflýst frá og með morgundeginum. Þessi ákvörðun var tekin af starfsmönnum eftir viðræður við forsvarsmenn fyrirtækisins í morgun. Bifreiðarstjórar munu samt sem áður stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum aflýst.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær, var tilkynnt í gærkvöldi um að sólarhringsverkföllum á hótelum og í rútufyrirtækjum yrði aflýst, en samt sem áður héldu verkföll strætóbílstjóra hjá Kynnisferðum á háannatímum áfram. Í morgun kom svo í ljós að aðilar vinnumarkaðarins hefðu náð samkomulagi um útlínur kjarasamninga.