*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 11. desember 2007 14:33

Straumborg ehf. kaupir í Kaupþingi fyrir rúma 6,4 milljarða

Ritstjórn

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., keypti í dag hlut í Kaupþingi fyrir rúma 6,4 milljarða króna. Gengi hvers hlutar í kaupunum var 867 krónur.

Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum en aðilar sem eru fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 26.334.079 hluti í bankanum eftir viðskiptin.