Tilnefningar til Golden Globe fyrir bestu sjónvarpsþætti
Tilnefningar til Golden Globe fyrir bestu sjónvarpsþætti
© vb.is (vb.is)

Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna fyrir bestu sjónvarpsþættina vestanhafs voru gerðar heyrinkunnar á mánudag. Þar staðnæmdust menn ekki aðeins við hvaða þættir, leikarar og leikstjórar voru tilnefndir til verðlauna, heldur einnig til þess á vegum hvaða stöðva þeir eru.

Netflix, Amazon og HBO eru samanlagt með 7 tilnefningar af 10 fyrir bestu sjónvarpsþættina og eftirtektarvert hvað afrakstur útsendingarstöðvanna (ABC, CBS, NBC og Fox) er rýr.

Það er óhætt að tala um byltingu í neyslu á sjónvarpsefni, þar sem streymisþjónustur eru snögglega að ná yfirhöndinni, en línuleg dagskrá tapar áhorfi. Jafnframt virðist gæðamunurinn á efninu verða æ meiri. Þessar erlendu streymisþjónustur hafa líka náð til Íslands og hætt við að samkeppnin veitist íslensku stöðvunum hörð.