Rúmfatalagerinn opnar 5.768 fermetra verslun á tveimur hæðum við Korputorg klukkan átta að morgni laugardagsins 4. október.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatarlagernum.

Þar kemur fram að verslunin verður stærsta Rúmfatalagersverslun heims og mun bjóða meira vöruúrval en þekkst hefur í Rúmfatalagersverslunum hér á landi. Til samanburðar má nefna að verslunin er svipuð að stærð og verslanir Rúmfatalagersins í Skeifunni og Smáratorgi samanlagt.   Rúmfatalagerinn er hluti af Jysk keðjunni sem rekur 1.400 verslanir í 32 löndum, aðallega í Evrópu.

Fyrsta verslunin var opnuð í Danmörku árið 1979 en árið 1987 opnaði Jákup Jacobsen ásamt meðeigenda sínum, Jákupi N. Purkhús, sína fyrstu Rúmfatalagersverslun á Íslandi í Kópavogi. Ári seinna opnuðu þeir verslun á Akureyri.

Með hinni nýju verslun við Vesturlandsveg eru verslanirnar á Íslandi orðnar fjórar talsins.