“GK tímabilið var rosalega skemmtilegt. Við vorum 25 ára með 30 manns í vinnu með flottustu búðina í bænum. Þegar maður horfir tilbaka þá vorum við rosalega græn en það er stundum gaman að vera grænn,“segir Gunni en þau opnuðu GK og GK konur árið 1999 og var þetta þeirra fyrsta sameiginlega verkefni.

Þetta er eins lítið barn sem er að læra að ganga, það heldur bara áfram, það veit ekki hvað það meiðir sig mikið þegar það dettur. GK reksturinn gekk vel og við unnum í mörg ár með Baugi sem átti helminginn í GK. Búðirnar voru eiginlega opnaðar í kreppu og uxu eftir því sem efnahagurinn batnaði. Við vorum þá að selja okkar hönnun og ýmisleg fleiri merki. Þetta var mikill lærdómur og við vorum að vinna með skemmtilegustu merkjunum í Evrópu, kynnast fólki og sjá hvernig fólk vann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.