Seðlabanki Kína hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í kjölfar mikilla lækkana á hlutabréfamarkaði þar í landi undanfarna daga. BBC News greinir frá þessu.

Stýrivextir bankans verða nú 4,6%. Þessar aðgerðir hafa þegar orðið til þess að hlutabréfaverð á Evrópumarkaði hefur hækkað.

FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 3,5%, Dax-vísitalan í Frankfurt um 4,6% og Cac-vísitalan í París um 4,7%.