Eins og búist var við ákvað bankastjórn bandaríska seðlabankans að lækka stýrivexti í dag. Vextir lækka um 25 stig og fara vextirnir því úr 4,75% í 4,5% prósent.

Flestir áttu von á lækkun stýrivaxta en þeir lækkuðu síðast við lok september. Þá lækkuðu stýrivextir í fyrsta skipti í fjögur ár, úr 5,25% niður í 4,75% eða um 50 stig.

Mikil spenna hefur ríkt á bandarískum fasteignamarkaði en reiknað er með því að stýrivaxta lækkunin í dag auki jákvæðni á markaði þarlendis, jafn fasteignamarkaði og hlutabréfamarkaði.

Eins og fyrr hefur komið fram var von á lækkun stýrivaxta og því hefur verið dágóð hreyfing á mörkuðum í Bandaríkjnum í dag. Fjármálasérfræðingar þar vestra telja að þessi lækkun hafi komið á góðum tíma að því sem fram kemur hjá fréttaveitu Dow Jones .