*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 9. október 2014 11:48

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Stýrivextir í Bretlandi hafa verið óbreyttir í 0,5% síðan í mars 2009.

Ritstjórn

Seðlabanki Bretlands heldur stýrivöxtum þar í landi óbreyttum í 0,5%. Stýrivextirnir hafa verið óbreyttir frá því í mars 2009. BBC News greinir frá.

Tveir af níu meðlimum peningastefnunefndar bankans vildu þó hækka vextina í 0,75%, með þeim rökum að góður skriður sé kominn á hagkerfið í landinu. En þrátt fyrir nokkurn hagvöxt á þessu ári horfir peningastefnunefndin til þess að framleiðslutölur landsins hafa lækkað nokkuð að undanförnu. Var því ákveðið að halda vöxtunum óbreyttum.

Stikkorð: Englandsbanki