Seðlabanki Svíþjóðar hef­ur lækkað stýri­vexti sína úr 0,25% í 0%. Stýrivextir hafa aldrei verið lægri í Svíþjóð en sænska krónan var sett á laggirnar árið 1873.

Til samanburðar þá eru stýrivextir á Íslandi 6% og stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru 0,05%.

Vaxtalækkunin i Svíþjóð er meiri en sérfræðingar höfðu spáð og því kemur þessi mikla lækkun á óvart.

Seðlabankinn hefur átt erfitt með að halda verðbólgumarkmið sínu rétt eins og Seðlabanki Evrópu. Markmið Sænska seðlabankans er 2%. Allt útlit er fyrir að verðhjöðnun verði í ár, eða allt að 0,2%. Spá bankans gerir hins vegar ráð fyrir 0,4% verðbólgu á næsta ári.

Á Íslandi er verðbólga 1,8% og hef­ur verið und­ir verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands frá fe­brú­ar. Verðbólgu­mark­miðiðer 2,5%.