Tilkynningum vegna grunsemda um peningaþvætti hefur fjölgað hérlendis undanfarin ár og löggæslumenn vænta þess ekki að þeim fari fækkandi á næstu árum, enda Ísland orðið hluti af alþjóðlegu fjármálakerfi og því jafn líklegt til að vera notað af óprúttnum aðilum til peningaþvættis og önnur lönd.

„Hættan á peningaþvætti og misnotkun fjármálakerfisins hefur aukist til muna hér á landi,“ segir í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006, sem út kom í september síðast liðnum. Er slík hætta talin samfara stórlega auknum umsvifum og mikilvægi fjármagnsmarkaðar í efnahagslífi landsmanna og þeirrar staðreyndar að íslenski fjármálamarkaðurinn er nú hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi.

Sjá nánar úttekt Viðskiptablaðsins í dag á alþjóðlegu peningaþvætti.