Stærstu styrktaraðilar tennisleikarans Maríu Sharapovu hafa sagt upp samningum sínum við hana eftir að hún greindi frá því að hún hefði fallið á lyfjaprófi í Ástralíu í janúar.

Stórfyrirtækin Nike og TAG Heuer hafa sagt samningum sínum upp við Sharapovu, en Porsche hefur sagst munu fresta nokkrum viðburðum sem áætlaðir höfðu verið með tennisstjörnunni. Porsche hefur ekki gengið svo langt ennþá að segja samningnum upp, að því er segir í frétt Financial Times.

Í gær greindi hún frá því að hún hefði notað lyfið meldonium, sem hefur verið á bannlista alþjóða tennissambandsins frá áramótum. Síðustu ellefur ár hefur Sharapova verið hæst launaðasta íþróttakona heims samkvæmt lista tímaritsins Forbes, en árlega fær hún um 20 milljónir dala í auglýsingatekjur. Ofan á það bætast svo laun fyrir tennisleikinn sjálfan.