Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka.
© BIG (VB MYND/BIG)
Styrmir Þór Bragason, fyrrum forstjóri MP banka, staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að hann fjármagnar hluta af nýlegum kaupum Ásgeirs Kolbeinssonar á skemmtistaðnum Austur. Ásgeir og Styrmir eru æskufélagar og aðstoðaði Styrmir Ásgeir við kaupin og fjármagnaði hluta kaupanna. Þó segir Styrmir Ásgeir vera eiganda staðarins. Styrmir segir fjárfestinguna ekki vera stóra eða sem nemi nokkrum milljónum króna. Bæði Styrmir og fyrrum meðeigendur Ásgeirs vísuðu á hann til frekari upplýsinga en ekki náðist í Ásgeir við vinnslu fréttarinnar. Rekstrarfélag Austurs er Austurstræti eignarhald ehf.

Fyrsta rekstrarfélagið gjaldþrota

Austurstræti 7 ehf. hóf starfsemi Austurs um mitt ár 2009 og voru stofnendur Ásgeir Kolbeinsson, Valgarð Þórarinn Sörensen og Hallur Dan Johansen. Austurstræti 7 var úrskurðað gjaldþrota í júlí 2010 og er núna í þrotameðferð en Austurstræti Eignarhald ehf. yfirtók rekstur Austurs og hefur Ásgeir nú fest kaup á því félagi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Landsvirkjun ræðir við marga mögulega orkukaupendur
  • Marorka á grænni grein eftir samning
  • Stjórnendur fyrirtækja ósáttir við vinnubrögð bankanna
  • Ríkið getur hagnast á gjaldeyrisútboði Seðlabankans
  • „Hönnunin er klassísk og tímalaus,“ segir Hugrún Dögg Árnason, einn eiganda KronKron tískuvöruverslunar í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Grikkland siglir á milli skers og báru
  • Húsasmiðjan tapar enn
  • Innstæðutryggingar eru varnarlíka
  • Sport & peningar: LeBron gagnast NBA vel
  • Rafbókaútgáfa ekki arðsöm