Svo fór sem við hafði verið búist að bæði Englandsbanki og Seðlabanki Evrópu héldu stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Vextir á evrusvæðinu eru því 1,25% en í Bretlandi eru þeir 0,5%. Þótt verðbólga hafi nálgast hættumörk að margra mati þykir eftirspurn enda skýrist verðbólgan öðru fremur af utanaðkomandi kostnaðarhækkunum.

Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu gaf þó í skyn að vextir á evrusvæðinu myndu hækka í júlí þegar hann sagði að fylgjast yrði grannt með verðbólguþróun.