Sumarbörn, kvikmynd eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur sem fékk tæpar 97 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði í ágúst 2013, er ekki enn komin í sýningu. Þrátt fyrir að tökur hafi klárast í október 2013 segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndastöðvar, ekki óeðlilegt að myndin sé ókláruð.

„Þetta er langur tími en ekki alveg óeðlilegur,“ segir Laufey Guðjónsdóttir. „Aðalmálið er að að myndirnar klárist og nokkrir mánuðir til eða frá skipta ekki sköpum svo lengi sem við erum í góðri trú að verkefnið muni klárast á endanum. Því setjum við ekki stólinn fyrir dyrnar nema við verðum uppvís um að hætt sé að vinna í verkefninu.“

Ef svo færi að myndin yrði ekki kláruð getur Kvikmyndamiðstöð krafist endurgreiðslu styrks en það hefur aldrei gerst áður. Ef til þess kemur þá hefur Kvikmyndamiðstöð heimildir til að fara ofan í bókhald og fá nótur vegna kostnaðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .