Nokkuð rólegt var um að litast í Kauphöllinni í dag, þar sem velta með hlutabréf nam um 160 milljónum króna. Mest hækkuðu bréf í Eimskipafélaginu, eða um 1,35% í um 74 milljóna króna veltu. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,03% Hún hefur hækkað um 6,16% frá áramótum.

Enn minni viðskipti voru með hlutabréf annarra félaga í Kauphöll. Bréf Haga lækkuðu um tæpt prósent, gengi VÍS lækkaði um 0,88% og bréf TM lækkuðu um tæplega 0,6%. Virði Regins stóð í stað í tæplega 50 milljóna veltu.

Á skuldabréfamarkaði nam veltan um 1,3 milljörðum króna, samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA. Vísitalan hækkaði um 0,2%.