Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn á nú í samningaviðræðum við Icebank eftir að félagið svaraði ekki veðkalli bankans upp á 2,5 milljarða vegna láns til kaupa á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Keflavíkur (Spkef).

Veðhlutfall lánsins hefði versnað verulega vegna falls krónunnar og gríðarlegrar lækkunar á markaðsvirði Sparisjóðsins. Eiríkur Tómasson, stjórnarformaður Suðurnesjamanna, sagði í Morgunblaðinu fyrir helgi að ekki hefði verið samstaða innan þess um að leggja aukna peninga í þessa fjárfestingu. Engu að síður eru nú viðræður um samninga komnar í gang, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Hvorki Eiríkur Tómasson né Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri viltu tjá sig um málið. Þá vildi Agnar Hansson, bankastjóri Icebank, ekki tjá sig um stöðu eintakra viðskiptavina.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .