Samtök verslunar og þjónustu munu leggja fram kæru til ESA, Eftirlitsstofnunnar EFTA, vegna starfsemi komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtökin telja að sala ríkisins á algengum neysluvörum, eins og snyrtivörum og rafmagnstækjum í samkeppni við einkarekna verslun, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES samningnum. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi samtakanna.

Í bréfi til Fjármálaráðuneytisins í október sl. bentu samtökin á að samkvæmt ákvæðum nýrra tollalaga er komuverslunin skilgreind sem undanþága frá þeirri meginreglu að einungis sé heimilt að selja farþegum og áhöfnum farþega á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun. SVÞ hafa óskað eftir því að sú reglugerð sem heimilt er að setja samkvæmt tollalögunum og er ætlað að takmarka vöruúrval í komuversluninni verði sett án tafar.

Þá telja SVÞ það vera óeðlilega samkeppnisstöðu að ríkið selji þessar vörur án virðisaukaskatts, vörugjalda og annarra gjalda sem einkarekin verslun þarf að innheimta. Komuverslunin sé úrelt, skaði innlenda verslun og falli illa að núgildandi samkeppnislögum. Þessu bréfi hefur ekki verið svarað, en skilaboð borist um að unnið sé að umræddri reglugerð