Eftir átta ára starf hjá Icelandair hefur Svali H. Björgvinsson ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs fyrirtækisins að því er Vísir greinir frá.

Svali, sem átti sæti í framkvæmdastjórn félagsins, tók við starfi framkvæmdastjóra í lok janúar ársins 2009, en þar áður hafði hann starfað hjá Kaupþingi frá árinu 2003 í sömu stöðu. Fyrir það hafði Svali starfaði sem ráðgjafi og einn meðeiganda hjá PWC.

Svali hefur lært sálfræði við HÍ og vinnusálfræði og stjórnun við New York University, en hann hefur auk þess kennt við HÍ, haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra auk þess sem hann hefur tekið að sér lýsingar á körfuboltaleikjum.