Sjaldan hafa fleiri góðar bækur komið út og stjörnum rignir. Viðskiptablaðið fékk nokkra rithöfunda, sem ekki gefa út bækur þetta árið, til að upplýsa lesendur um hvað er á þeirra óskalista.

Litríkar minningar lygilegrien skáldskapur

„Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir að lesa Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur, því ég held að hún sé svo sterk. Þetta er ekki bók sem ég ætla að lesa í sætleikanum fyrir eða um jólin heldur yfir römmum kaffibolla í janúar. Reyndar gildir eitthvað svipað um Hálendið eftir Steinar Braga nema hvað ég ætla að bíða með að lesa hana þangað til sonur minn hættir á brjósti,“ segir Auður Jónsdóttir. „Mig blóðlangar að lesa Bónusstelpuna eftir Rögnu Sigurðardóttur. Allt sem ég hef lesið um þessa bók hljómar girnilega, bara eins og hún sé skrifuð ofan í mig. Listastelpa að gera kraftaverk á kúnnunum við kassann í Bónus – þetta gerist ekki safaríkara.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.