Hæstiréttur dæmdi í dag Svavar Halldórsson, fréttamann Ríkissjónvarpsins, til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 300.000 krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla í frétt sem birtist þann 6. desember 2010. Þá er Svavari gert að greiða Jóni Ásgeiri eina milljón króna í málskostnað. Ummælin „Jón Ásgeir Jóhannesson“ og „þremenninganna“ í umræddri frétt voru dæmd dauð og ómerk.

Jón Ásgeir hafði gert kröfu um þriggja milljóna króna miskabætur og 600.000 krónur til að birta forsendur dómsins og dómsorðin í tveimur dagblöðum.

Fréttin sem um fjallaði um lán Fons, félags Pálma Haraldssonar, til fyrirtækisins Pace Associates í Panama. Sama dag hafi lánið verið afskrifað í bókum Fons.