Sé horft á þróun ICEX-15 frá áramótum þá sést að sveiflur hafa verið talsverðar á öðrum ársfjórðungi, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Breyting vísitölunnar frá áramótum hefur þannig verið að sveiflast nokkuð reglulega og skiptast á skin og skúrir. Í gær lækkaði ICEX-15 um 1,7% og hafði þá lækkað á sex af síðustu sjö viðskiptadögum. Þar áður hafði vísitalan hækkað samfellt á sex viðskiptadögum. Í dag hefur hlutabréfaverð hækkað á ný eða um 0,9% í litlum viðskiptum og nemur breyting vísitölunnar frá áramótum sem stendur -2,4%," segir greiningardeildin.

Hún nefnir að aðeins fjögur félög innan úrvalsvísitölunnar hafi hækkað frá áramótum, þar af hafa hækkað mest Actavis (26,5%) og Straumur-Burðarás (10,5%). Fimm félög hafa lækkað meira en 10% frá áramótum en það eru Mosaic (-20,7%), Landsbankinn (-18,1%), Flaga (-15,8%), Alfesca (-14,7%) og Bakkavör (-13,2%).


Mynd fengin frá greiningardeild Glitnis.