Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Capacent.

Sverrir Viðar Hauksson.
Sverrir Viðar Hauksson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sverrir Viðar Hauksson hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Capacent með sérhæfingu á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Fram kemur í tilkynningu að Sverrir starfaði hjá Markhúsinu á árunum 1990 til 2000 sem sérhæfði sig á sviði beinnar markaðssetningar og hjá SPRON á árunum 2000 til 2001 við uppbyggingu kortasviðs og skipulagningu á stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Sverrir var ráðgjafi hjá Capacent 2001 til 2006 er hann réð sig sem framkvæmdastjóri Bílasviðs Heklu. Vorið 2010 tók hann við sem framkvæmdastjóri Heklu og leiddi fyrirtækið í gegnum söluferli. Síðastliðið ár hefur Sverrir starfað fyrir Græna orku sem formaður stjórnar og við ráðgjafastörf. Sverrir er MBA frá Háskóla Íslands.

Hjalti Sölvason.
Hjalti Sölvason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þá hefur Hjalti Sölvason hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi með sérhæfingu á sviði sölu- og markaðsmála. Í tilkynningunni segir að Hjalti hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var m.a. starfsþróunarstjóri og framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs hjá Nýherja 1996-2003, rekstrarstjóri og framkvæmdastjóri Lyf & heilsu 2003-2007, verkefnastjóri hjá Askar Capital 2007-2009 og sölu og markaðsstjóri hjá SoluDyne í Danmörku 2010-2012. Hjalti er kerfisfræðingur frá Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn, hann stundaði viðskipta- og rekstrarnám við Háskóla Íslands og er með MBA frá Edinborgarháskóla. Hjalti hefur próf í verðbréfaviðskiptum.