Skipan nýrra sendiherra er ekki í samræmi við tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, um skilvirkni í ríkisrekstri, sem kynntar voru í nóvember sl. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins, í samtali við RÚV.

Í tillögunum segir að meta þurfi sérstaklega fjölda stöðugilda innanlands og erlendis, með það að markmiði að fækka þeim. Ásmundur segist telja að svigrúm sé til aukins niðurskurðar í utanríkisþjónustunni.

Þá segir hann jafnframt að skipun nýrra sendiherra hafi ekki verið rædd í þingflokki Framsóknarflokksins.