Svissnesk stjórnvöld frystu seinnipartinn í dag eignir Hosni Mubarak sem yfirgaf forsetaembættið í Egyptalandi í dag eftir 30 ára valdasetu.

Lars Knuchel, talsmaður svissneska utanríkisráðuneytisins, sagði að þegar væri búið að frysta eignirnar en vildi ekki tilgreina hversu miklar eignir væri um að ræða.

Svissnesk stjórnvöld frystu nýlega eignir Zine al-Abidine Ben Ali fyrrum forseta Túnis.