Björg Jóhannesdóttir var í síð- ustu viku ráðin lögfræðingur fasteignafélagsins Regins og mun jafnframt verða nýr regluvörður félagsins. Þá mun hún einnig verða ritari stjórnar og fjárfestatengill félagsins

„Ég byrjaði í síðustu viku og mér líst mjög vel á þetta. Þetta er virkilega spennandi fyrirtæki,“ segir Björg um nýju vinnuna

Hefur lært klassískan söng í mörg ár

Björg er gift Guðmundi Valgeiri Gunnarssyni, sem starfar hjá Landsbankanum, og eiga þau saman þrjú börn: Hrönn níu ára, Hrafn fimm ára og Patrek eins árs. Aðspurð um áhugamál segir hún fjölskylduna auðvitað það mikilvægasta en þess utan beinir hún kröftum sínum í heldur óvenjulegan farveg fyrir regluvörð og fjárfestatengil fasteignafélags.

„Ég hef mikinn áhuga á tónlist og óperum. Ég hef sungið með kór Íslensku óperunnar í uppfærslum hennar, bæði í Hörpu og Gamla bíói. Ég hef lært söng í mörg ár og var í tónlistarskóla með náminu í lagadeildinni, og svo hef ég haldið áfram eftir það. En um þessar mundir er í raun fátt annað sem kemst að en fjölskyldan og vinnan,“ segir Björg.

Nánar er spjallað við Björgu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .