Tækniframfarir seinustu ára hafa varla farið fram hjá neinum. Snjallsímar, samfélagsmiðlar og sýndarveruleiki eru nú hluti af okkur daglega veruleika. Fyrir tíu árum síðan, árið 2006, voru þrjú af sex verðmætustu fyrirtækjum heims starfandi í olíuiðnaði. Í dag er aðeins eitt þeirra á þessum sama lista.

Eftirfarandi fyrirtæki voru þau verðmætustu árið 2006:

  • ExxonMobil: 362,5 milljarðar dala
  • General Electric: 348,5 milljarðar dala
  • Microsoft: 279 milljarðar dala
  • Citigroup: 230,9 milljarðar dala
  • BP: 225,9 milljarðar dala
  • Royal Dutch Shell: 203,5 milljarðar dala

Í dag er staðan aftur á móti gjörbreytt. Apple, Alphabet, Amazon og Facebook hafa tekið fram úr gömlu risunum og tróna nú á toppi listans yfir verðmætustu félög heims. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fimm af sex verðmætustu félögum heims eru tæknifyrirtæki.

Í dag, árið 2016, lýtur listinn svona út:

  • Apple: 571,4 milljarðar dala
  • Alphabet: 530,6 milljarðar dala
  • Microsoft: 445,5 milljarðar dala
  • Amazon: 362,4 milljarðar dala
  • ExxonMobil: 356 milljarðar dala
  • Facebook: 355,6 milljarðar dala

Samkvæmt þessum tölum, má með fullri vissu segja að við lifum á tækniöld.