Nýskráð voru 9.881 lén hjá ISNIC á síðasta ári en 4.615 eytt. Til samanburðar voru nýskráningar 8.965 árið 2012 en 3.7.93 eytt. ISNIC sér um skráningu léna undir landsléninu .is.

Samkvæmt upplýsingum frá ISNIC kemur fram að nettófjölgun léna í fyrra voru 5.266 lén á móti 5.172 lénum árið 2012. Heildarfjöldi skráðra .is-léna í árslok 2013 var 46.742 á móti 41.106 ári fyrr og nemur fjölgunin því um 12%. Rúmlega 76% .is-léna eru skráð á innlenda aðila og eins og undanfarin ár fjölgaði rétthöfum utan Íslands nokkuð hraðar en innlendum rétthöfum. Innlendir rétthafar voru skráðir fyrir um 80% allra .is-léna fyrir ári sem er sambærilegt og árið 2012.