*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 30. nóvember 2019 19:05

Tafir á sölu flugmiða Play

Ekki verður af sölu flugmiða nýs flugfélags sem er í burðarliðnum í nóvember eins og áætlað var.

Ritstjórn
Arnar Már Magnússon er forstjóri flugfélagsins Play sem nú er í burðarliðunum.

Þvert á áætlanir fjórmenninganna sem standa að stofnun nýs flugfélags, sem upphaflega bar vinnuheitið WAB, sem stóð fyrir „We are back“, og vísaði í hið fallna félag Wow air, en kallast nú Play, verður ekki að því að flugmiðar þess komist í sölu í mánuðinum sem er að líða.

Í tilkynningu á facebook síðu félagsins segir einungis að frumkvöðlafyrirtæki geti stundum verið lengur í gang en ætlunin sé, en unnið sé hörðum höndum að því að hefja sölu eins fljótt og auðið er. Eins og fjallað hefur verið um í fréttum gera áætlanir félagsins ráð fyrir því að í upphafi verði flogið til sex borga með tveimur vélum.

Arnar Már Magnússon forstjóri hins nýja félags sagði við Kastljós RÚV 11. nóvember síðastliðinn, vinnu við að fá flugrekstrarleyfi væri á lokametrunum og þegar það væri komið í höfn yrði opnað fyrir sölu flugmiða. Vonaðist félagið jafnframt til þess að jómfrúarflug félagsins yrði strax á þessu ári, en nú er einungis mánuður til stefnu til þess.

Hér má lesa frekari fréttir um hugmyndir um endurreisn Wow air og stofnun nýs flugfélags hér á landi: