Hlutabréf í Evrópu hækkuðu talsvert í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja hækkanir dagsins til hækkandi hrávöruverðs, svo sem olíu og málms.

Þá binda fjárfestar auk þess vonir til þess að Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki lækki stýrivexti á næstunni sem geri það að verkum að fjármálageirinn fari að rétta úr kútnum, að sögn Reuters.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði í dag um 4,3% og hefur nú hækkað sex daga í röð.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 4,4%, í Amesterdam hækkaði AEX vísitalan um 6,6% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 5%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 4,6% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,7%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 6,6%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 6,5% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 7,7%.