Töluverð viðskipti hafa átt sér stað á skuldabréfamarkaði í morgun í kjölfar birtingu vísitölu neysluverðs, segir greiningardeild Glitnis.

?Var hækkun vísitölunnar lítillega undir væntingum og sjá má áhrif þess á markaði. Hefur ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hækkað (2-10 punkta) en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa að sama skapi lækkað (6-11 punkta). Það má því sjá að verðbólguálag er lækkandi. Þá hefur gengi krónunnar hækkað aðeins,? segir greiningardeildin.

Hækkun vísitölunnar var á svipuðu bili og spáð var. ?Því má jafnvel búast við að hluti þessara viðbragða sem sjá hefur mátt á markaði í morgun gangi að einhverju leyti til baka á næstu dögum. Spá okkar gerir ráð fyrir að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa breytist ekki mikið út árið þó alltaf sé hægt að gera ráð fyrir einhverjum sveiflum.

Við búumst við að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa geti hækkað lítillega. Byggjum við það á því að við gerum ráð fyrir 0,25% hækkun stýrivaxta þann 21. desember næstkomandi, þrátt fyrir að hækkun vísitölunnar er ekki meiri en raun ber vitni,? segir greiningardeildin.