Birtar hafa verið tölur um heimsmarkaðsverð á hrávörum í maí 2014, samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Heimsmarkaðsverð á repju lækkar mest frá síðasta mánuði, eða um 13,8%. Aðrar vörur sem lækka talsvert frá síðasta mánuði eru fóðurhveiti, þ.e. hveiti ræktað sem dýrafóður (6,1% lækkun),  mylluhveiti, þ.e. heiti ræktað til manneldis (5,6%) og maís (4,4%). Heimsmarkaðsverð á hvítum sykri hækkar hins vegar um 3,4% frá síðasta mánuði.

Þegar litið er til breytinga á heimsmarkaðsverði frá sama mánuði í fyrra ber hæst að mjólkurduft hefur hækkað um 23,7% og kakó um 22,5%. Maís hefur hins vegar lækkað um 19,5% og repja um 18,6%.