Tap 365 hf. á fyrsta fjórðungi árins nam 35 milljónum króna en var 441 milljón fyrir sama tímabil í fyrra. Er því um verulegan rekstrarbata að ræða og er rekstur félagsins á áætlun, segir í tilkynningu.

Helstu rekstrareiningar 365 hf. eru 365 miðlar ehf., Sena ehf., Sagafilm ehf., D3 ehf. og Innn hf.

Sala tímabilsins nam 2.681 milljónum króna og jókst um 83 milljónir króna eða 3,2% frá sama tímabili í fyrra.

Pro forma söluaukning var 8,9% frá fyrra ári.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 139 milljónir króa en var neikvæð um 76 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2006 af áframhaldandi starfssemi.

EBITDA hlutfall fjölmiðla og afþreyingar nam 4,8% en var 4,4% í fyrra.

Nettó fjármagnsgjöld námu sjö milljörðum króna en þar á meðal var gengishagnaður 151 milljóni króna.

Handbært fé og markaðsverðbréf námu 207 milljónum króna í lok tímabilsins.

Eigið fé var 6.604 milljónir króna og eiginfjárhlutfall var 36,6%.

?Undanfarin misseri hafa verið tími mikilla umbreytinga hjá 365 hf," segir Ari Edwald forstjóri 356. "Vinna við þessar breytingar hefur verið tímafrek, kostnaðarsöm og reynt mikið á starfsfólk félagsins. Það er því ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun.

Mikilvægum áfanga hefur verið náð varðandi lækkun skulda sem hefur verið eitt aðal markmið félagsins. Með sölu á eignarhlut í Hands Holding nú í maí munu  skuldir lækka um 1.500 m.kr. Heildar skuldir félagsins höfðu auk þess lækkað á fyrstu 3 mánuðum ársins um 1.190 m.kr. Samfara sölunni á eignarhlutnum er félagið á lokastigi með endurfjármögnun hjá Landsbanka Íslands sem, ásamt sölunni á Hands Holding eignarhlutnum, leiðir af sér töluverða lækkun vaxtakostnaðar eða um 220 m.kr. á ári. Endurfjármögnunin tryggir fjármögnun félagsins til næstu ára. Vaxtaberandi skuldir miðað við skuldastöðuna í lok mars hafa þá lækkað um 1.700 m.kr. frá áramótum og koma til með að nema um 7.000 milljónir króna.?


Rekstrarhorfur 2007

Í tilkynningu segir að stjórnendur staðfesta áður útgefnar áætlanir um veltu á bilinu 12-13 milljarða króna og EBITDA á bilinu 1.200 til 1.400 milljónir króna. Í ljósi sveiflna á auglýsingamarkaði og vaxandi kostnaðar við dreifingu Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að félagið verði nær lægri mörkum áætlana. Við mat á framtíðarhorfum
félagsins þarf að hafa í huga að árstíðasveiflna gætir í rekstri félagins þannig er fyrsti ársfjórðungur gjarnan sá lakasti en fjórði ársfjórðungur sá besti.

Undanfarið hefur megin verkefni félagsins verið að ná fram aukinni hagræðingu og í því skyni hefur kostnaður verið lækkaður í stoðdeildum og yfirbygging félagsins minnkuð og er það gert í framhaldi af sölu og niðurlagningu ákveðinna rekstrareininga í fjölmiðlahlutanum. Áfram verður unnið að því að viðhalda og tryggja forystuhlutverk félagsins á sviði prent-, og ljósvakamiðlunar með Fréttablaðinu, Stöð 2, Bylgjuna og Visir.is í fararbroddi. Með tilkomu enska boltans á Sýn og formúlunnar munu opnast ný sóknarfæri fyrir félagið.