Tap 365 hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 2.117 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 331 milljón króna sem er nokkru minna en árið áður, en á sama tímabili 2007 nam EBITDA 413 milljónum króna.

Fjármagnskostnaður á fyrri helmingi ársins nam 1.782 milljónum, þar af kom um milljarður til vegna gengistaps að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Heildarafskriftir voru 702 milljónir króna, þar af var niðurfærsla viðskiptavildar að upphæð 438 milljóna króna.

Tekjur 365 hf. á fyrri helmingi ársins voru 6.981 milljón krónur og jukust um 27% frá því árið 2007.

Eigið fé 365 hf. var í lok júnímánaðar 2.581 milljón króna, sem þýðir að eiginfjárhlutfall er 18,1%.