*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 19. október 2010 16:22

Tap á rekstri DV útgáfufélags nam 25 milljónum króna í fyrra

Ritstjórn

DV útgáfufélag ehf tapaði rúmlega 25 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Félagið tapaði rúmlega 100 milljónum króna á árinu 2008.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009.

DV útgáfúfélag var í eigu Hjálms ehf sem er í eigu Hreins Loftssonar. Fyrr á þessu ári keypti félagið DV ehf. DV miðil.

DV ehf er að stærstum hluta í eigu Reynis Traustasonar, ristjóra DV, og Lilju Skaftadóttur Hjartar, listaverkssala, en þau eiga hvor um sig rúmlega 30% hlut í DV ehf.