Stofnendur Meniga
Stofnendur Meniga
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Rekstrartap Meniga á síðasta ári nam um 23,8 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Frá árinu 2008 hefur Meniga þróað forrit sem leyfir einstaklingum að fylgjast með tekjum og neyslu.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að í lok síðasta ár notuðu 5 prósent íslenskra heimila búnaðinn, en bankinn á í samstarfi við Íslandsbanka og Arion banka.

Heildareignir Meniga eru metnar á um 80 milljónir króna og hækkuðu um nærri 78 milljónir frá fyrra ári. Skuldir hækkuðu um rúmar 11 milljónir milli ára og námu 14,4 milljónum í lok árs. Eigendur Meniga eru Georg Lúðvíksson (27,4 prósent), Ásgeir Örn Ásgeirsson (27,4 prósent), Frumtak (27,8 prósent) og Viggó Ásgeirsson (16,6 prósent).