Færeyska flugfélagið Atlantic Airways [ FO-ATLA ] tapaði 6,5 milljónum danskra króna (101 milljón íslenskar króna) á fyrsta ársfjórðungi 2008 samanborið við 4,8 milljónir danskra á sama tíma fyrir ári.  Árstíðasveifla í rekstri flugvélaga veldur því að fyrsta ársfjórðungur er öllu jafna slakur.

Tekjur lækkuðu í  120,7 milljón danskra króna á fjórðungnum úr 112,6 milljónir danskra króna á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði fjöldi farþega um 29% milli ára en Atlantic Airways ferjaði 102.1792 manns á fyrsta fjórðungi.

Í fréttatilkynningu segir að tapið sé í takt við væntingar. Aftur á móti verði félagið að bregðast við verðhækkunum á olíu svo að áætlanir flugfélagsins fyrir rekstrarárið geti gangi eftir.

Magna Arge, forstjóri Atlantic Airways, segir að niðurstaðan sé ásættanleg í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 52,6% við lok fjórðungsins.