Tap varð af rekstri Austurbakka h.f. eftir sex mánuði ársins að upphæð 64,7 milljónum króna. Rekstrartap án afskrifta var 32 milljónir króna en rekstarhagnaður var 79,5 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Fjármagnsgjöld voru 24,9 milljónir samanborið við 0,4 milljónir króna eftir sex mánuði árið 2003. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði 2004 er neikvætt um 49,6 milljónir og eiginfjárhlutfall er 19,68%, en var 24,76% eftir sex mánuði 2003. Veltufjárhlutfall er 1,13 á móti 1,40 eftir sex mánuði 2003.

Slæm afkoma þessa fyrri árshelmings 2004 endurspeglar að kostnaðarliðir hækka um 6,9% á sama tíma og veltan minnkar um 3,7% vegna aukins þrýstings um lækkun vöruverðs, einkum í heilbrigðisgeiranum. Árangur næstu mánaða mun mótast af aðgerðum, sem stjórn og stjórnendur félagsins hafa nú þegar sett í gang sem miða að því að auka sölutekjur og lækka kostnað, og væntir stjórnin að sú vinna muni skila árangri á næstu 6-12 mánuðum.