Tap Frjálsa fjárfestingarbankans árið 2010 nam 8,9 milljörðum króna á móti um 27,4 milljarða taps árið áður.

Samanlagt tap Frjálsa fjárfestingarbankans árið 2009 og 2010 nemur því um 36,3 milljörðum króna.

Heildareignir Frjálsa fjárfestingarbankans námu 54,7 milljörðum króna í árslok 2010 á móti um 70 milljörðum árið áður. Vaxtatekjur námu 3,2 milljörðum og gengismunur skilaði bankanum um tveimur milljörðum króna. Niðurfærsla útlána nam um 12,4 milljörðum árið 2010 og niðurfærsla fasteigna nam um einum milljarði króna á árinu.

Frjálsi fjárfestingarbankinn er í slitameðferð og er í 100% eigu Dróma.

Frjálsi Fjárfestingabankinn
Frjálsi Fjárfestingabankinn
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)