Bandaríski bílaframleiðandinn, General Motors, hefur tilkynnt um tap sem nemur 15,5 milljörðum Bandaríkjadala á nýliðnum ársfjórðungi.

Kemur það m.a. til vegna þess að sala á bílum hefur snarminnkað í Bandaríkjunum en hún féll um 20%.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Tapið er hið þriðja stærsta í sögu GM. Fyrirtækið hyggur nú á miklar hagræðingar. Fólki verður dagt upp og áherslum í bílaframleiðslu verður breytt.

Slæmt gengi GM er ekkert einsdæmi en nær allir bílaframleiðendur þjást vegna minnkandi sölu sem skýrist m.a. að hækkandi olíuverði. BMW hefur gefið út afkomuviðvörun og hagnaður Nissan féll um 42,8% á öðrum ársfjórðungi, svo dæmi séu tekin.