*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 22. september 2019 12:02

Tap Parlogis jókst

Tekjur Parlogis námu rúmlega 12,5 milljörðum á síðasta ári og jukust um 1,7 milljarða.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Parlogis, önnur stærsta heildverslun landsins sem sinnir alhliða vörustjórnun fyrir fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum, tapaði 169 milljónum króna á síðasta ári og jókst tap félagsins um 46 milljónir á milli ára. Tekjur námu rúmlega 12,5 milljörðum króna og jukust um 1,7 milljarða. Framlegð nam 919 milljónum og jókst um 81 milljón.

Launakostnaður nam 644 milljónum og hækkaði um 69 milljónir milli ára og launahlutfall var 70,1% og hækkaði um 1,5 prósentustig á milli ára. EBITDA var 38 milljónir króna og hækkaði um 26 milljónir milli ára. Eignir félagsins námu rúmlega 3,9 milljörðum króna í lok árs en eiginfjárhlutfall var 9,8%.