Tveggja ára vaxtahækkunarferli íslenska seðlabankans er nú líklega lokið, segir Beat Siegenthaler einn sérfræðinga bankans TD Securities í London.

Hann telur að aukavaxtaákvörðunardagurinn sem var tilkynntur í morgun verði líklega ekki notaður til að hækka stýrivexti, heldur til að undirbúa markaðinn fyrir stýrivaxtalækkanir snemma næsta árs, segir í frétt Dow Jones.

Siegenthaler spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um fjögur prósentustig á næsta ári, en hann segir að ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir muni ráða því með hvaða hraða lækkanirnar verða, segir í fréttinni.