Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir árið 2015 var tekjujöfnuður ríkisins jákvæður um 30,4 milljarða króna. Innheimtar tekjur jukust um 10,4 milljarða króna en greidd gjöld jukust þá einnig um 16,2 milljarða króna.

Innheimtar tekjur voru samtals 676,2 milljarðar króna sem er 1,6% aukning frá árinu á undan. Skatttekjur og tryggingargjöld, stærsti tekjuliður ríkissjóðs, nam 612,2 milljörðum króna. Áætlaðar tekjur í liðnum höfðu verið 606,9 milljarðar og var innheimta því 1% yfir áætlun.

Greidd gjöld námu samtals 645 milljörðum króna og jukust um 2,6% milli ára. Árið 2014 voru þau 629,4 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs var þá útgjöld til heilbrigðismála, en þar á eftir koma almannatryggingar og velferðarmál. Útgjöld til heilbrigðismála jukust þá milli ára um 9,5%.