Tekjur norska ríksins af beinum eignarhlut þess í olíu- og gasframleiðslu á norsku landgrunni jukust um 24% í fyrra í 128 milljarða norskra króna jafngildi um 2.860 milljarða íslenskra króna. Nýjar auðlindir sem fundust á árinu urðu til þess að olíuauðlindir eða birgðir sem norska ríkið hefur aðgang ap jukust um 601 milljónir fata af olíu og gasi. Þetta er mesta aukningin frá árinu 2003 þegar auðlindir af svæðinu sem kallað er Ormurinn langi fundust. Þetta táknar að að Norðmenn geta áfram framleitt um eina milljón fata af olíu á dag næstu tíu árin.