Ólafur Hjálmarsson - Hagstofustjóri
Ólafur Hjálmarsson - Hagstofustjóri
© BIG (VB MYND/BIG)
Tekjur Hagstofunnar lækka um 38 milljónir milli áranna 2010 og 2009 sem má rekja til ákvörðunar stjórnvalda um 10% lækkun vegna aðhalds í ríkisfjármálum. Heildartekjur Hagstofunnar árið 2010 voru 803 milljónir króna, þar af voru framlög úr ríkissjóði 712 milljónir króna og sértekjur 92 milljónir króna, eða 11%. Tekjur lækkuðu á milli ára um 38 milljónir króna enda þótt Hagstofan hafi tekið að sér nýtt verkefni, þjóðhagsspár og áætlanir, og fengið til þess 32 milljóna króna fjárveitingu að því er fram kemur í ársskýrslu stofnunarinnar.