Ríki sem tilheyra Samtökum olíuútflutningsríkja, Opec, munu hagnast verulega á árinu ef olíuverð helst áfram hátt. Tekjur stefna í að fara í fyrsta sinn yfir 1000 milljarða dollara, að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Aðalhagfræðingur Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að útflutningur Opec-ríkja dragist örlítið saman samanborið við árið 2008. Þá voru tekjur af útflutningi 990 milljarðar dollara. Alþjóðaorkumálastofnunin telur að ef verð helst áfram um og yfir 100 dollurum á tunnu þá verði tekjur hærri en 1000 milljarðar.