Tekjur franska olíu- og orkufélagsins Total á nýliðnu ári námu tæpum 123 milljörðum evra eða sem nemur um 9000 milljörðum íslenskra króna sem er 17% aukning frá árinu áður og er hækkun olíuverðs að þakka. Olíuverð hélst hátt árið 2004 vegna mikillar eftirspurnar. Búist er við að Total birti afkomutölur fyrir fjórða ársfjórðung á morgun, fimmtudag, og mun þá koma fram að hreinn hagnaður tímabilsins verði á bilinu 49-62%. Sérfræðingar spá því að nettótekjur verði á bilinu 2,37-2,58 milljarðar evra á lokafjórðunginum, en á sama tímabili árið áður var hreinn afgangur 1,6 milljarður evra. Gangi það eftir nemur heildarhagnaður Total á nýliðnu ári um níu milljörðum evra, um 730 milljörðum króna.